Kæru viðskiptavinir!
 
Á hádegi föstudaginn 31. júlí tók gildi fjöldatakmörkun í Sundlaug Grundarfjarðar.
Fjöldinn ræðst einkum af því að virða þarf tveggja metra fjarlægð á milli einstaklinga í öllum rýmum, skv. tilmælum Almannavarna.
Af því leiðir að leyfður fjöldi í búningsklefum hverju sinni er um 12 manns (fært úr 15 í 12), fjöldi í heitum pottum er 1-2, nema um fjölskyldur sé að ræða, fjöldi í vaðlaug er 6 manns.
Börn fædd árið 2005 og yngri telja ekki í þessu samhengi.
Mælst er til þess að gestir séu ekki lengur en 1,5-2 klukkustundir í sundi.
Spritt er í boði fyrir gesti í afgreiðslu og í klefum.
 
Virðum tveggja metra regluna og sýnum hverju öðru umburðarlyndi í þessu ástandi.
Við erum öll almannavarnir.
 
Starfsfólk Sundlaugar Grundarfjarðar