Frá 1. júní til 17. ágúst verður bókasafnið opið á fimmtudögum frá kl. 13 til 18.

Foreldrar! Nú er skólinn að verða búinn. Verið dugleg að hjálpa börnunum að finna bækur sem á að skila. Hægt er að skila bókum í kassa í andyri bókasafnsins í júní meðan starfsfólk er við vinnu.

Almenningstölvur og lesaðstaða. Bókakassar eru afgreiddir í skip og heimsending er til aldraðra, sjúkra og fatlaðra. Til að nýta sér þá þjónustu þarf að hringja á bókasafnið í síma 430 8570 eða senda tölvupóst.

Bækur í bústaðinn og fríið. Kosta 50-100 kr. Skiptibókamarkaður.

 

Bæklingar á bókasafninu

Lestrarstund er gæðastund. Nýr bæklingur frá Heimili og skóla: Leggjum börnum lið... við læsi. Hægt er að nálgast bæklinginn á pdf formi á heimasíðu Heimilis og skóla eða með því að smella hér. Þar er einnig lengri bókalisti sem hægt er að prenta út.

Annar bæklingur var nýlega gefinn út af Samtökum forstöðumanna almenningsbókasafna. Í honum er almenn hvatning til foreldra að styðja börn sín til lestrar og bent á að rannsóknir sýna að börn sem lesið er fyrir frá unga aldri gengur betur í námi síðar á ævinni.

 

Bókasafn Grundarfjarðar