- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Grundarfjarðarbær leitar að áhugasömu og skapandi fólki, með ríka þjónustulund og metnað til að skila góðu starfi.
Laus eru til umsóknar eftirtalin störf:
Leikskólastjóri - Leikskólinn Sólvellir
Leikskólastjóri hefur faglega forystu um kennslu og þróun skólastarfs, stýrir og ber ábyrgð á daglegum rekstri, mannauð og starfsemi leikskólans. Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu bæjarins.
Sjá auglýsingu hér:
Viltu verða leikskólastjóri í Grundarfirði? | Grundarfjörður (grundarfjordur.is)
Nánari upplýsingar veitir Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri, í síma 430 8500, eða á bjorg@grundarfjordur.is.
Umsóknarfrestur var til 21. júlí 2022, en enn má senda umsóknir á framangreint netfang.
Umsókn skal fylgja greinargott yfirlit um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem umsækjandi telur máli skipta.
--
Leikskólakennarar og afleysingastörf
Auglýst er eftir leikskólakennurum, sjá auglýsingu hér:
Lausar stöður á Leikskólanum Sólvöllum | Grundarfjörður (grundarfjordur.is)
Ennfremur er leitað að jákvæðum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna með börnum og eiga gott með samskipti. Til greina koma hlutastörf og störf í tilfallandi afleysingum.
Nánari upplýsingar veitir Heiðdís Lind Kristinsdóttir, leikskólastjóri í síma 438 6645 eða á netfangið heiddis@gfb.is
---
Starfsmaður áhaldahúss - ráðið í 6 mánuði eða eftir samkomulagi
Sjá auglýsingu hér:
Áhaldahús/eignaumsjón - Grundarfjörður (grundarfjordur.is)
Upplýsingar um starf í áhaldahúsi veita Fannar Þór Þorfinnsson byggingarfulltrúi í síma 430 8500 eða bygg@grundarfjordur.is og Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri í síma 898 6605 eða bjorg@grundarfjordur.is
----
Allir nýir starfsmenn fá nýliðakynningu, öryggisfræðslu og hvatningu í upphafi starfs.
Hvatt er til þess að fólk af öllum kynjum sæki um.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.
Vinsamlegast athugið að Grundarfjarðarbær fer fram á sakavottorð umsækjenda í þau störf þar sem unnið er með börnum og ungmennum, í samræmi við lög.
Sótt er um störfin gegnum vef Grundarfjarðarbæjar (nema annað sé tekið fram), sjá slóð hér: Laus störf | Grundarfjörður (grundarfjordur.is)