- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Grundarfjarðarbær leitar að áhugasömu fólki með ríka þjónustulund og metnað til að skila góðu starfi
Laus eru til umsóknar störf við eftirtaldar stofnanir bæjarins sumarið 2022:
Við Sundlaug Grundarfjarðar
Starfið felst í afgreiðslu og laugarvörslu, ásamt þrifum. Leitað er að umsækjendum af ólíkum kynjum.
Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri, geta staðist þolpróf laugarvarða og hafa góða tungumálakunnáttu.
Starfstímabil er frá 21. maí til 22. ágúst. Unnið er á vöktum á opnunartíma sundlaugar.
Vinnuskóli – umsjónarmaður og hópstjóri
Leitað er að umsjónarmanni Vinnuskóla Grundarfjarðarbæjar sem starfræktur er í fimm til sex vikur í júní. Starf umsjónarmanns felst í skipulagningu og umsjón vinnuskólans í samráði við íþrótta-og tómstundafulltrúa og verkstjóra áhaldahúss.
Jafnframt er leitað að hópstjóra fyrir vinnuskólann. Starf hópstjóra felst í aðstoð við umsjónarmann vinnuskólans.
Umsækjendur þurfa helst að hafa náð 20 ára aldri, hafa getu til að vinna sjálfstætt, góða hæfni í mannlegum samskiptum auk reynslu og ánægju af að vinna með unglingum.
Starfstímabilið er frá 6. júní framundir miðjan júlí. Vinnutími er frá kl. 8:30–15:30 alla virka daga, nema á föstudögum til kl. 14:30.
Sumarnámskeið – umsjónarmaður og aðstoðarmaður
Leitað er að umsjónarmanni sumarnámskeiða fyrir börn; um 2 vikur í júní og 2 vikur í ágúst. Starfið felst í utanumhaldi og umsjón námskeiðanna.
Jafnframt er leitað að aðstoðarmanni sem aðstoðar umsjónarmann við námskeiðahaldið.
Umsækjendur þurfa að vera hugmyndaríkir, hafa getu til að vinna sjálfstætt, góða hæfni í mannlegum samskiptum auk reynslu og ánægju af að vinna með börnum.
Starfstímabil er 6.-17. júní og 8.-19. ágúst. Vinnutími er kl. 9:00-12:00 og 13:00-16:00, auk undirbúningstíma. Um hlutastarf er að ræða.
Smíðavöllur fyrir börn
Leitað er að áhugasamri manneskju (einni eða jafnvel fleirum) til að hafa umsjón með smíðavelli fyrir börn, helst eldri en 20 ára.
Ætlunin er að starfrækja smíðavöll fyrir börn, hluta úr sumrinu og taka þátt í að móta starfið. Einnig er leitað að “handlangara” til aðstoðar. Umsjónarmaður þarf að hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum og ánægju af að vinna með börnum, vera hugmyndaríkur og hafa getu til að vinna sjálfstætt.
Starfstímabil er 3-4 vikur í júní-júlí, nokkra tíma á dag virka daga og er vinnutíminn nokkuð sveigjanlegur, þar sem starfið er í mótun.
Nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi í síma 430 8500 eða gegnum netfangið ithrott@grundarfjordur.is
---
Við Áhaldahús Grundarfjarðarbæjar (sláttugengi)
Starfið felst í slætti og umhirðu grænna svæða ásamt öðrum verkefnum áhaldahúss.
Umsækjendur þurfa að hafa verkvit og áhuga á útiveru, auk þess að vera sjálfstæðir í vinnubrögðum. Umsækjendur sem verða 17 ára á árinu eða eldri ganga fyrir.
Starfstímabil er frá miðjum maí til síðari hluta ágústmánaðar. Vinnutími er frá kl. 8:00-17:00 virka daga.
Upplýsingar um þessi störf veitir Valgeir Þór Magnússon verkstjóri í síma 691 4343 eða gegnum netfangið ahaldahus@grundarfjordur.is
---
Leikskólinn Sólvellir
Leitað er að jákvæðum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna með börnum og eiga gott með samskipti. Um er að ræða sumarstarf frá miðjum maí og til loka júní, og svo aftur í ágúst. Á meðan leikskólinn er í sumarleyfi eru í boði önnur verkefni fyrir starfsmanninn.
Upplýsingar gefur Heiðdís Lind Kristinsdóttir leikskólastjóri í síma 438 6645 eða gegnum netfangið heiddis@gfb.is
---
Tjaldsvæði Grundarfjarðar
Starfið felst í innheimtu tjaldsvæðisgjalda, þrifum og umhirðu tjaldsvæðis.
Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri, hafa getu til að vinna sjálfstætt, góða hæfni í mannlegum samskiptum og góða tungumálakunnáttu.
Starfstímabil er frá síðari hluta maímánaðar til loka ágúst eða byrjun september. Um hlutastarf er að ræða og er vinnutíminn breytilegur.
Sögumiðstöð, menningar- og upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar
Starfið felst í upplýsingagjöf til ferðamanna, móttöku gesta í Sögumiðstöð, afleysingu á bókasafni, mögulega skönnun ljósmynda o.fl.
Umsækjendur þurfa að hafa góða tungumálakunnáttu ásamt þekkingu á umhverfi og staðháttum í Grundarfirði og nærsveitum. Einnig getu til að skipuleggja framsetningu upplýsinga og hafa umsjón með aðföngum og notkun samfélagsmiðla. Sækja þarf námskeið sem boðið er upp á.
Um hlutastarf er að ræða frá miðjum maí til ágústloka.
Starfið er auglýst með fyrirvara um sumaropnunartíma og umfang, sem enn er óvisst.
Nánari upplýsingar um störf við tjaldsvæði og Sögumiðstöð veitir Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri í síma 430 8500 eða gegnum netfangið sigurlaug@grundarfjordur.is
--- ---
Allir nýir starfsmenn fá nýliðakynningu, öryggisfræðslu og hvatningu í upphafi starfs.
Hvatt er til þess að fólk af öllum kynjum sæki um.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.
Vinsamlegast athugið að Grundarfjarðarbær fer fram á sakavottorð umsækjenda í þau störf þar sem unnið er með börnum og ungmennum, í samræmi við lög.
Umsóknarfrestur vegna allra starfa er til og með 6. apríl nk.
Sótt er um störfin gegnum vef Grundarfjarðarbæjar, sjá slóð hér: Laus störf | Grundarfjörður (grundarfjordur.is)
Vertu með okkur í skemmtilegum verkefnum í sumar!