- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sumarnámskeið Grundarfjarðarbæjar, síðari hluti, hefst eftir verslunarmannahelgi, þriðjudaginn 8. ágúst.
Sú breyting er gerð frá því sem var fyrr í sumar og síðustu ár, að námskeiðið er nú hálfur dagur í stað heils. Ástæðan er fyrst og fremst vandkvæði við mönnun.
Á námskeiðinu er áhersla lögð á útileiki og skapandi vinnu og verður m.a. farið í gönguferðir, fjöruferð, fjallgöngu, dorgveiði, sund og mögulega heimsóknir.
Námskeiðið byrjar og endar í eða við íþróttahúsið. Krakkarnir eiga að mæta með hollt og gott nesti fyrir kaffitíma og hafa með sér vatnsbrúsa, sundföt (tiltekna daga) og léttan bakpoka. Ekki er leyfilegt að koma með gos, orkudrykki og sælgæti.
Mikilvægt er að börnin séu alltaf klædd eftir veðri.
Starfsmenn sumarnámskeiðsins í ágúst eru:
Ragnheiður Kristjánsdóttir sem hefur umsjón með námskeiðinu,
Berglind Hólm Guðmundsdóttir, Aþena Þöll Þorkelsdóttir, Sólveig Stefanía Bjarnadóttir og Elsa Lillý Hafþórsdóttir.
Hægt er að ná í þær gegnum netfangið sumarnamskeid@grundarfjordur.is
Verð á námskeiði, síðari hluta (kl. 9-12) er 7000 kr. fyrir eina viku.
Veittur er 30% systkinaafsláttur fyrir annað barn og 70% af verði fyrir þriðja barn.
Sótt er um í gegnum vef Grundarfjarðarbæjar, sjá hlekk hér. Sækja þarf um fyrir kl. 13 mánudaginn 7. ágúst.
Frekari spurningum um fyrirkomulag má beina til Óla, íþrótta- og tómstundafulltrúa Grundarfjarðarbæjar, í netfangið ithrott@grundarfjordur.is