- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Tvö sumarnámskeið verða haldin eftir verslunarmannahelgi fyrir börn fædd 2005-2011. Fyrra námskeiðið verður dagana 8.-11. ágúst og það síðara 14.-18. ágúst. Skráningareyðublöð fyrir námskeiðin má nálgast hér eða á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar.
Verð á námskeiðum er eftirfarandi: Ein vika fyrir hádegi kl 9-12 kr. 5.000, ein vika eftir hádegi kl 13-16 kr. 5.000 og ein vika allan daginn kr. 8.000. Systkinaafsláttur er veittur á annað barn sem nemur 30% af verði og á þriðja barn 70%.
Meðal þess sem boðið verður upp á á námskeiðunum er íþróttadagur, sveitarferð, fjallganga, sandkastalagerð, hjóladagar, stíflugerð, ratleikur, sund og fleira.
Mæting á námskeiðin er stúkumegin í íþróttahúsinu.
Nánari upplýsingar veitir Svana Björk Steinarsdóttir í síma: 893 4154.