- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sumarlestri lokið á bókasafninu
Bókasafn Grundarfjarðar þakkar öllum ofurhetju lestrarhetjum sem tóku þátt í krakka sumarlestri almenningsbókasafnanna í sumar. Það var rosalega gaman að sjá hversu margir tóku þátt og lögðu leið sína á bókasafnið í sumar til að sækja sér bækur til að lesa. Við hlökkum strax til sumarlestursins á næsta ári.
Dregið var úr nöfnum þeirra sem að skiluðu inn útfylltu fjársjóðskorti og hlýtur Elín Björg Þorsteinsdóttir glæsileg útdráttarverðlaun. Í verðlaun fær hún glæsilega bók með H.C Andersen ævintýrunum.
Við hlökkum til að sjá ykkur á bókasafninu í vetur. Opnunartími frá og með næstu viku verður frá 14:00-17:00 á mánudögum til fimmtudaga. Ný kaffivél er komin í notkun og því alltaf heitt á könnunni.
Takk fyrir lesturinn í sumar krakkar!