Sumarhátíð 

Í gær (miðvikudag) hélt Foreldrafélag Leikskólans Sólvalla sumarhátíð. Sumarhátíðin var einstaklega vel heppnuð og var góð mæting.

Það voru hoppukastalar fyrir börnin, grillaðar pulsur fyrir alla og veðrið lék við gestina. Nokkur fyrirtæki og stofnanir styrktu foreldrafélagið og fá þau góðar þakkir fyrir. Það voru Soffanías Cecilsson, G.Run, Ragnar og Ásgeir, Kjörbúðin, Leikskólinn og Líkamsræktin. Sumargleðin er aðalfjáröflun foreldrafélagsins og voru pulsur og safi selt á einstaklega góðu verði.  Foreldrafélagið aðstoðar jólasveininn með jólagjafir á jólaballi leikskólans, það hefur staðið fyrir leiksýningum fyrir börnin og gefið leikskólanum gjafir sem nýtast í starfi með börnunum.   

Myndir Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri