- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga fyrir árið 2008 er gert ráð fyrir því að félagsmálanefnd Snæfellinga geti varið allt að einni milljón króna til forvarnarmála. Meðal annars er gert ráð fyrir vinnu við samræmda forvarnarstefnu fyrir börn og ungmenni á starfssvæði Félags- og skólaþjónustunnar. Áhersla er lögð á fræðslu um heilbrigt líferni og forvarnir gegn vímuefnanotkun barna og ungmenna. Rétt er fyrir alla sem starfa að æskulýðsmálum að gefa þessu framtaki félagsmálanefndarinnar gaum og kanna möguleika á styrkjum til góðra verka.
Hér má sjá fréttatilkynningu vegna forvarnarmála frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.