Fjölbrautaskóli Snæfellinga óskar að ráða stuðningsfulltrúa í þrjár 100% stöður skólaárið 2008-2009. Störfin felast í stuðningi og aðstoð við nemendur á starfsbraut. Leitað er að starfsmönnum sem hafa góða samskiptahæfileika og hafa áhuga á að vinna með ungu fólki. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið stúdentsprófi.
Laun greiðast eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Ráðið verður í stöðurnar frá 15. ágúst 2008.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Guðbjörgu Aðalbergsdóttur skólameistara, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði eða á netfangið gudbjorg@fsn.is í síðasta lagi 27. júní 2007. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um skólann má finna á vef skólans www.fsn.is eða hjá skólameistara (sími: 864-9729 netfang: gudbjorg@fsn.is).
Skólameistari