- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sunnudaginn 24. apríl verður Stóri plokkdagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Fólk er hvatt til að ganga um umhverfi sitt og tína upp plast, pappa og annað rusl sem fallið hefur til og liggur á víðavangi, á girðingum, í gróðri og í skurðum eftir veturinn.
Það eru samtökin Plokk á Íslandi sem standa að Stóra plokkdeginum. Dagurinn er hugsaður sem upphaf plokk tímabilsins og sem vitundarvakning og hvatning til okkar allra um að huga að umhverfi okkar og neyslu.
Viðburð fyrir stóra plokkdaginn á Facebook má finna hér.
Við hvetjum íbúa Grundarfjarðar til að taka þátt í þessu og um helgina mun kerra frá áhaldahúsinu vera staðsett á "víkingasvæðinu" í miðbæ og þar verður hægt að losa sig við plokkrusl. Við biðjum ykkur að ganga frá þannig að ruslið fjúki ekki og áréttum að kerran er ekki fyrir stærri hluti, aðeins fyrir rusl sem kemur úr plokkinu.
Góð ráð frá Plokk á Íslandi
Gámasvæðið er opið á laugardeginum frá 12:00-14:00 og á mánudaginn frá 16:30-18:00.
Gerum fallegan bæ enn snyrtilegri!