- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Lokahátíðin var haldin í Ólafsvíkurkirkju í gær 10. mars. Þrír fulltrúar frá grunnskólunum í Grundarfirði, Stykkishólmi og Snæfellsbæ lásu ljóð eftir Örn Arnarson, valda kafla úr bókinni Leyndardómar ljónsins eftir Brynhildi Þórarinsdóttur og að lokum ljóð að eigin vali. Allir nemendurnir stóðu sig frábærlega og var einstaklega gaman að sjá hve sjálfsöruggir og prúðir þeir voru.
Tónlistarflutningur í upphafi og milli upplestursins setti hátíðlegan og skemmtilegan blæ á samkomuna en kór Grunnskóla Snæfellsbæjar söng og nemendur tónlistarskólans spiluðu nokkur lög. Eftir veitingar frá Brauðgerð Ólafsvíkur og Mjólkursamsölunni tilkynnti dómnefnd niðurstöðu sína. Í fyrsta sæti varð Sigrún Pálsdóttir frá Grunnskóla Grundarfjarðar, í öðru og þriðja sæti urðu Thelma Kristinsdóttir og Rakel Sunna Hjartardóttir frá Snæfellsbæ. Sparisjóður Ólafsvíkur veitti vinningshöfum 10, 15 og 20 þúsund króna peningaverðlaun.