- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Boðað til stofnfundar landgræðslufélags í Eyrarsveit |
18. apríl 2007 |
Fyrir ári síðan var fólki með tengingu við sveitina í kringum byggðarkjarnann Grundarfjörð hóað saman í húsnæði verkalýðsfélagsins Stjörnunnar. Frumkvæðið að þessum fundi átti Gunnar Njálsson, formaður Skógræktarfélags Eyrarsveitar. Á fundinn mættu margir landeigendur og aðrir áhugamenn en að auki fulltrúar frá Landgræðslu ríkisins þau Þórunn Pétursdóttir og Garðar Þorfinnsson. Kynntu þau hvað væri að gerast í landgræðslumálum og fjölluðu einnig um mögulega stofnun landgræðslufélags í Eyrarsveit. Kom þar fram að ef landeigendur og aðrir þeir sem hafa umráð yfir landssvæði í Eyrarsveit hyggðust fara út í uppgræðslu væri mun meiri möguleikar á að ná árangri og að sækja fjármagn til verkefnisins, ef um væri að ræða formlegt félag. |
Síðan þá hafa nokkrir þeirra sem fundinn sátu unnið frekar að framgangi málsins með það í huga að stofnað verði slíkt landgræðslufélag og beina sjónum að Framsveit og nágrenni. Til stofnfundar er boðað á degi umhverfisins þann 25. apríl n.k. kl. 20.30 í Samkomuhúsinu Grundarfirði. Samkvæmt drögum að samþykktum fyrir félagið geta allir þeir sem eiga land í Framsveit og nágrenni gerst félagar með fullgilda aðild en jafnframt geta þeir aðrir sem áhuga hafa fyrir uppræðslu og skógræktarstörfum á svæðinu gerst félagar með málfrelsi og tillögurétti. Samkvæmt drögum að samþykktum fyrir félagið er “tilgangur þess að bæta landkosti og endurheimta fyrri landgæði í úthaga í Framsveit og nágrenni þar sem félagsmenn telja þess þörf, m.a. með eftirfarandi hætti eins og kemur fram í 3. grein: (fréttatilkynning) Tekið af vefnum www.skessuhorn.is |