- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Síðastliðinn föstudag 20. október var haldinn stofnfundur Umhverfissjóðs Snæfellness og eru það sveitarfélögin á Snæfellsnesi sem standa að stofnun hans. Frumkvæði að stofnun sjóðsins hefur haft Guðrún Bergmann og fjölskylda hennar. Stofnframlag sjóðsins er minningarsjóður sem stofnaður var um Guðlaug Bergmann framkvæmdastjóra og frumkvöðul sem fæddur var 20. október 1938 og lést þann 27. desember 2004. Markmið sjóðsins er að styrkja ýmis verkefni í umhverfis- og samfélagsmálum sem byggð eru á grunni sjálfbærrar þróunar í sveitarfélögunum fimm á Snæfellsnesi.
F.v. Erla Friðriksdóttir, Eggert Kjartansson, Guðrún Bergmann, Guðlaugur Bergmann, Sigríður Finsen og Kristinn Jónasson |