- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Mánudaginn 16. júní n.k. verður haldinn framhaldsstofnfundur Eyrbyggju - sjálfseignarstofnunar um sögumiðstöð.
Fundurinn verður haldinn í Krákunni og hefst hann kl. 20.00.
Allir eru boðnir velkomnir, ekki síst þeir sem samþykkt hafa að gerast stofnaðilar eða óska eftir því.
Dagskrá
ü Kjör fundarstjóra og ritara
ü Kynning á undirbúningi og hugmynd
ü Tillaga um stofnsamþykktir fyrir sjálfseignarstofnunina
ü Kjörin fimm manna stjórn
ü Fundarslit
Undanfarnar vikur hefur undirbúningsnefnd sögumiðstöðvar unnið að því að bjóða fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum að taka þátt í stofnun Eyrbyggju með því að gerast stofnaðilar og greiða þar með stofnframlag. Einnig var boðið upp á að veita fjárstyrk án beinnar stofnaðildar að sögumiðstöðinni. Undirtektir hafa verið vonum framar. Undirbúningsnefnd mun þó leggja til á stofnfundi að áfram verði opið fyrir að gerast stofnaðili og verður m.a. hægt að ganga frá slíku á fundinum.
Mætum öll og tökum þátt í að skapa ævintýri!