- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Stígamót bjóða upp á ókeypis viðtalsþjónustu og sjálfshjálparstarf fyrir bæði konur og karla sem beitt hafa verið hvers kyns kynferðisofbeldi. Þjónustan hefur hingað til fyrst og fremst nýst á höfuðborgarsvæðinu. Eftir myndarlega fjáröflun Zontakvenna hefur verið ákveðið að auka og bæta þjónustuna við fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins.
Starfið mun fara þannig fram að fólk sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi geta hringt til Stígamóta í síma 562 6868 og pantað tíma og fá þá að vita hvar og hvenær þeim bjóðast viðtöl. Þjónustan verður ókeypis. Algjörum trúnaði er heitið. Fólk er hvatt til þess að hringja sem fyrst þannig að hægt verði að meta þörfina fyrir þjónustuna. Þjónustan verður veitt tvisvar í mánuði til áramóta og lengur ef þörf krefst.