Starfsmann vantar í félagslega liðveislu í Grundarfirði

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga óskar eftir að ráða starfsmann til félagslegrar liðveislu í Grundarfirði. Um er að ræða tímavinnu undir leiðsögn starfsmanna FSS, 16 – 20  tímar á mánuði. Greitt er samk. kjarasamningum Sambands-Ísl. sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélags.

Liðveisla er gefandi og skemmtilegt starf.

Með liðveislu er átt við persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun t.d. aðstoð við að njóta menningar, félagslífs, útiveru, dægradvalar og tómstunda ásamt því að auka félagsfærni viðkomandi einstaklings. Viðkomandi starfsmaður þarf að hafa náð 18 ára aldri og æskilegt er að umsækjandi hafi bílpróf og bíl til umráða.

Markmið félagslegrar liðveislu er:

*Að veita öryrkjum aðstoð til að þeir geti lifað sjálfstæðu lífi.

*Að veita aðstoð í tímabundnum veikindum og eða við erfiðar félagslegar  aðstæður.

Nánari upplýsingar veitir Jón Haukur Hilmarsson Ráðgjafarþroskaþjálfi í leik-og grunnskólum Snæfellsness og Sveinn Þór Elínbergsson,forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga í síma 430-7800. 

Umsóknum ber að skila til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Klettsbúð 4 Hellissandi,  í löturpósti, á netfangið jonhaukur@fssf.is eða með því að kíkja í heimsókn.