- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Laust er til umsóknar starf í áhaldahúsi Grundarfjarðarbæjar auk hafnarvörslu við Grundarfjarðarhöfn. Um fullt starf er að ræða. Starfið er fjölbreytt, en starfsmaður mun vinna með verkstjóra áhaldahúss, umsjónarmanni fasteigna og hafnarstjóra eftir þörfum hverju sinni. |
Helstu verkefni eru öll almenn störf áhaldahúss og umsjónarmanns fasteigna. Hafnarstarfið felst í vigtun sjávarfangs, móttöku og þjónustu skipa og öðru sem til fellur við rekstur hafnarinnar. Starfsmaður hefur aðstöðu í áhaldahúsi og starfar náið með forstöðumönnum stofnana. |
Hæfniskröfur:
- Góðir skipulagshæfileikar, frumkvæði og útsjónarsemi
- Geta til að vinna sjálfstætt og takast á við fjölbreytt verkefni
- Menntun sem nýtist í starfi, iðnmenntun er kostur
- Rík þjónustulund, áhugi og metnaður
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð enskukunnátta er kostur
Leitað er að jákvæðum, úrræðagóðum og laghentum einstaklingi sem hefur ánægju af mannlegum samskiptum.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala og Snæfellsness.
Umsóknarfrestur er til 10. maí 2016.
Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is
Nánari upplýsingar um starfið veita Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss, í síma 691 4343, Gunnar Jóhann Elísson, umsjónarmaður fasteigna, í síma 863 6619 og Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri, í síma 438 6705.