- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í gær, þann 16. ágúst, var haldið kveðjuhóf í tilefni af starfslokum Friðriks Vignis Stefánssonar, skólastjóra Tónlistarskóla Grundarfjarðar.
Friðrik hóf störf sem skólastjóri Tónlistarskólans árið 1988 og hefur haft mikil áhrif á tónlistarmenntun og tónlistarlíf í Grundarfirði á þessum 18 árum. Sl. ár hefur hann verið í námssleyfi en hyggst nú róa á önnur mið.
Bæjarstjórn Grundarfjarðar færði honum málverk að gjöf með þökk fyrir vel unnin störf og ósk um velfarnað á nýjum vettvangi.
Við starfi skólastjóra Tónlistarskólans tekur Þórður Guðmundsson.
Friðrik Vignir og Sigríður Finsen, forseti bæjarstjórnar. |