Grundarfjarðarbær auglýsir laust til umsóknar 75% starf þjónustufulltrúa og skjalastjóra á bæjarskrifstofu. Þjónustufulltrúi hefur m.a. umsjón með skráningu í skjalakerfi bæjarins, skráningu og greiðslu reikninga, m.a. rafrænna, annast innkaup, símsvörun og svörun ýmissa erinda. Þjónustufulltrúi semur og færir fréttir á vef bæjarins, annast þjónustu við viðskiptavini og annað sem yfirmaður felur honum.

Í boði er líflegt starf fyrir einstakling sem getur unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af skjalastjórnun er æskileg
  • Góð íslensku- tölvukunnátta er skilyrði
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi er skilyrði
  • Jákvæðni, sveigjanleiki og góðir samstarfshæfileikar eru skilyrði
  • Nákvæmni og skipuleg vinnubrögð
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur

Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 3. janúar 2022.

Umsóknum skal skila á netfangið sigurlaug@grundarfjordur.is. Umsókn skal fylgja ferilsskrá og kynningarbréf, þar sem umsækjandi gerir grein fyrir reynslu sinni og hæfni í starfið.

Ráðið er í starfið frá 1. febrúar 2022 eða eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurlaug R. Sævarsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 430 8500 eða í gegnum netfangið sigurlaug@grundarfjordur.is.