Kæru íbúar! 

UPPFÆRT: STAÐA AÐ KVÖLDI 21. NÓV. - SJÁ HÉR. 

Staðan um miðjan dag í dag, sunnudag 21. nóvember, var sú að staðfest eru 10 smit í Grundarfirði, eitt nýtt síðan í gær. Um 46 manns voru komin í sóttkví uppúr hádegi og fleiri eiga eftir að bætast við í dag og kvöld.

Ljóst er að áhrifin teygja sig í grunnskólann, en staðfest er eitt smit hjá nemanda í 2. bekk. Fleiri nemendur bíða niðurstöðu úr skimunum. Skóli fellur niður á morgun mánudag 22. nóv. eins og fram kom í pósti skólastjórnenda grunnskóla til foreldra nú áðan. Unnið er að rakningu smita í samráði við smitrakningateymi. Ekki liggur því fyrir á þessari stundu hverjir fara í sóttkví og hverjir í smitgát. 

Verið er að skoða með starfsemi leikskóladeildarinnar Eldhamra. 

Forráðamenn nemenda eru beðnir að fylgjast vel með frekari upplýsingum frá grunnskóla í tölvupósti. 

Viðbót: Tónlistarskólinn fellir sömuleiðis niður kennslu mánudaginn 22. nóvember

Í frétt í gærkvöldi og pósti leikskólastjóra til foreldra kom fram að leikskólinn verður lokaður mánudag til miðvikudags nk. og Fjölbrautaskóli Snæfellinga mun fjarkenna á mánudag og þriðjudag og taka þá stöðuna. 

Viðbót: Allar æfingar á vegum UMFG falla niður mánudag 22. nóv., skv. tilkynningu á Facebook-síðu félagsins.

Björg bæjarstjóri