- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Það var einstaklega gaman að hlusta á síðasta spjallara, Þórunni Kristinsdóttur á Kaffi 59. Við færum henni þökk fyrir sína frásögn og hlátrasköll.
Fimmtudagskvöldið 1. júlí kl. 21:00 verður spjallarinn staddur að Hrannarstíg 5, Græna kompaníinu.
Spjallararnir að þessu sinni eru hjónin Jóhanna H. Halldórsdóttir og Gunnar Kristjánsson sem hafa ýmislegt brallað í því húsi í gegnum tíðina og hafa frá ýmsu að segja um sögu hússins þar sem þau ráku Hrannarbúðina til margra ára.
Við versluðum hjá þeim bækur, leikföng og svo margt, margt fleira. Ekki bara fyrir jólin, afmælisveislur og skólann heldur allan ársins hring versluðum við í Hrannarbúðinni – eða Pöllubúð eins og hún var kölluð fyrir þann tíma sem rekin var af Pálínu Gísladóttur.
En vissuð þið t.d. að þar var sokkaverksmiðja um tímabil?
Allt um það og svo mikið meira fáum við að heyra núna á fimmtudagskvöldið.
Lífið er núna og það vita spjallararnir og þess vegna komum við saman, þorparar og gestir, og njótum stundarinnar.
Olga Sædís og Helga Fríða hvetja alla, sem vilja taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og halda uppi spjalli að hafa samband. Því fleiri sögur því skemmtilegri verður Spjallarinn.
Vertu með!
Olga Sædís S. 868-7688
Helga Fríða S. 891-8526