Frá fyrsta Spjallara-kvöldinu, í júní 2020.
Frá fyrsta Spjallara-kvöldinu, í júní 2020.

Undirbúningshópur Spjallarans ákvað í vikunni að framlengja Spjallaranum fram á haust og vetur. 

Spjallarinn var hugsaður sem afþreying í sumar, vikulegt spjall og að hafa gaman saman, íbúar og gestir. Óhætt er að segja að íbúar hafi tekið þessu framtaki vel í sumar - en ætlunin var að leyfa þessu að þróast og sjá hvaða stefnu þetta tæki. Og nú leyfum við því að þróast yfir á haust og vetur. Ætlunin er að frá og með októbermánuði verði Spjallarinn einu sinni í mánuði, ef undirtektir verða góðar. Þá munum við hittast fyrsta fimmtudagskvöld í hverjum mánuði, frá og með október. 

Við eigum samt einn spjallara eftir, nú í september og verður hann auglýstur síðar. 

Látum okkur hlakka til að njóta skemmtunar og fróðleiks í vetur - með Spjallaranum, þar sem allt getur gerst! 

Kær kveðja, 
Undirbúningshópurinn