- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sá gleðilegi atburður stendur nú fyrir dyrum laugardaginn 9. júní n.k. að Sögumiðstöðin hefji starfsemi á ný. Undirbúningur að opnuninni hefur staðið yfir um hríð. Nokkrar endurbætur á aðstöðu, aðgengi og í Gestastofu hafa verið gerðar innanhúss. Einnig stendur fyrir dyrum að endurbæta aðstöðuna á lóð Sögumiðstöðvarinnar. Eyrbyggja - Sögumiðstöð er hjarta og kennileiti í miðkjarna bæjarins. Starfsemi Sögumiðstöðvarinnar felst í rekstri upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn, rekstri Bæringsstofu og ljómyndasafns Bærings Cecilssonar, sögusýningu og í sumar er stefnt að opnun "Þórðarbúðar". Þórðarbúð verður í minningu verslunar Þórðar Pálssonar sem hann rak í Grundarfirði fyrir nokkrum áratugum, m.a. með sælgæti leikföng og margt fleira. Sögumiðstöðin verður opin daglega í sumar frá kl. 10 - 18. Hér er grein eftir Björgu Ágústsdóttur um "nýtt upphaf" sögumiðstöðvar í Grundarfirði.