- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Íþrótta- og tómstundanefnd minnir á opið hús í Sögumiðstöðinni fyrir unglinga á milli kl. 21-23 eftirtalda daga til áramóta:
Í kvöld, mánudaginn 27. desember
Þriðjudaginn 28. desember
Miðvikudaginn 29. desember
Fimmtudaginn 30. desember
Unglingarnir nýttu sér þessa opnun Sögumiðstöðvarinnar vel á Þorláksmessu og var kátt á hjalla fram eftir kvöldi.
Foreldrar sem gætu verið með unglingunum eitthvert þessara kvölda eru beðnir að hafa samband við bæjarskrifstofuna í síma 430 8500.
Breyting getur orðið á opnunartímum. Fylgist með hér á heimasíðunni.