- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Um er að ræða samstarfssamning milli Grundarfjarðarbæjar og Eyrbyggju – Sögumiðstöðvar en samkvæmt þessum samningi mun Grundarfjarðarbær leggja Sögumiðstöðinni til 4 milljónir króna árlega fram til ársins 2012 en síðan mun samningurinn framlengjast sjálfkrafa um eitt ár í senn hafi honum ekki verið sagt upp fyrir 2012. Með þessum samningi telja forsvarsmenn Sögumiðstöðvarinnar að rekstrargrundvöllur sé tryggður og áfram hægt að halda við það menningarstarf sem þar hefur verið hleypt af stokkunum. „Sögumiðstöðin á að vera menningarmiðstöð Grundfirðinga og miðstöð ferðamanna sem sækja Grundarfjörð heim, hún á að miðla sögu héraðs og þjóðar og veita ferðamönnum haldgóðar upplýsingar um þjónustu og afþreyingu á svæðinu. Þá á hún að bjóða gestum sínum fræðslu og leiðsögn á nýstárlegan og persónulegan hátt í umhverfi sem áhugavert og nærandi,“ segir í stefnupunktum stjórnar Sögumiðstöðvarinnar.
tekið af vef mbl.is