Snjókoma í janúar 2020. Mynd: Björg Ágústsdóttir
Snjókoma í janúar 2020. Mynd: Björg Ágústsdóttir

UPPFÆRT kl. 14:00 miðvikudag 9. febrúar:  

Snjómokstur hefur gengið ágætlega í gær og í dag. Gangstéttar náðist ekki að moka að fullu í gærdag, en götur voru orðnar gegnfærar að mestu undir kvöldið og hluti gangstétta. 

Í dag hefur snjómokstur haldið áfram og allar götur ættu að vera vel færar.  Enn er þó unnið að því að hreinsa betur bæinn og moka gönguleiðir. Íbúum er þökkuð þolinmæðin.

Við hvetjum ykkur til að senda skilaboð á grundarfjordur@grundarfjordur.is eða hafa samband við verkstjóra áhaldahúss (691-4343) ef þið hafið sérstakar ábendingar um snjómokstur. 

---- 

8. febrúar: 

Fannfergið síðustu daga hefur ekki farið fram hjá bæjarbúum. Unnið hefur verið að því síðan klukkan fimm í morgun að hreinsa götur og gangstéttir bæjarins. Stefnt er að því að góðri hreinsun verði að mestu lokið og allar götur og flestar gangstéttar verði orðnar færar seinnipartinn í dag.  Íbúum er þökkuð þolinmæðin fyrir þessu verki. 

- - - 

Samkvæmt sorphirðudagatali fer fram hirðing á brúnum tunnum í dag. Hirðing er í gangi, en ljóst er að verkið verður tafsamt.  Við biðjum íbúa að moka vel frá tunnum - eftir því sem kostur er - til að greiða fyrir losun. Í samráði við sorphirðuverktakann, Íslenska gámafélagið, er ætlunin að taka stöðuna á hirðingu þegar líður á daginn. Ef hirðing gengur illa er Íslenska gámafélagið tilbúið að fara aftur yfir bæinn á föstudag, til að hirða brúnar tunnur - vegna fannfergis í dag. Sem betur fer eru ekki margir svona þungir snjódagar, nú orðið, og því frábært þegar þjónustuaðilar vinna að því að leysa málin með íbúum. 

UPPFÆRT KL. 14:40 þriðjudag:

Hirðingu á brúnum tunnum hefur verið hætt í dag. Íslenska gámafélagið kemur aftur á föstudag og klárar að hirða það sem ekki náðist í dag.