Í síðast liðinni viku voru tekin fyrstu skrefin í undirbúningsferli því sem liggur að baki vottun á Snæfellsnesi sem umhverfisvænum áfangastað í ferðaþjónustu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

 

Stýrihópur verkefnisins hélt kynningu fyrir sveitarstjórnarmönnum í hverju sveitarfélagi, embættismönnum og fólki úr atvinnulífinu dagana 15., 16. og 17. september 2003.  Þau eru Reg. Easy, forstjóri vottunarsviðs Green Globe 21; Kym Norman framkvæmdastjóri Ethos ráðgjafafyrirtækisins sem veitir ráðgjöf varðandi umhverfismál, markaðssetningu og viðskipti; Guðrún G. Bergmann, ferðamálafræðingur og ráðgjafi og Guðlaugur Bergmann, verkefnisstjóri og ráðgjafi.

Snæfellsnes

Vottaður umhverfisvænn áfangastaður - 1

 

Fundargerð fyrir kynningarfundi sem haldnir voru í Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ og í Stykkishólmsbæ dagana 15., 16. og 17. september 2003.

 

Kynningin var í höndum hins íslenska og enska Green Globe 21 starfshóps (teymis) sem vinnur að undirbúningsferlinu áður en að úttekt kemur. Fyrir hönd þeirra voru mættir: Mr. Reg Easy, forstjóri vottunarsviðs Green Globe 21; Kym Norman framkvæmdastjóri Ethos ráðgjafafyrirtækisins sem veitir ráðgjöf varðandi umhverfismál, markaðssetningu og viðskipti; Guðrún G. Bergmann ferðamálafræðingur og ráðgjafi, Guðlaugur Bergmann verkefnisstjóri og ráðgjafi og á fundinn í Snæfellsbæ mætti einnig Stefán Gíslasonumhverfisstjórnunarfræðingur og ráðgjafi.

 

Á öllum fundunum var fjallað um sama kynningarefni og því er ein sameiginleg fundargerð útbúin fyrir fundina. Í síðasta hluta fundargerðarinnar ef yfirlit yfir helstu hugmyndir/mál sem fram komu á fundunum og nýtast ættu verkefninu sameiginlega.

 

Í Snæfellsbæ mættu eftirtaldir aðilar á fundinn:Kristinn Jónassonbæjarstjóri Snæfellsbæjar, Smári Björnsson tæknifræðingur Snæfellsbæjar, Lilja Ólafardóttir bæjarritari Snæfellsbæjar, Björn Jónsson rekstrarstjóri Vegagerðarinnar fyrir Snæfellsnes, Elías Gíslason frá Ferðamálaráði, Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og Margrét Valdimarsdóttir starfsmaður Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.

 

Í Grundarfjarðarbæ mættu eftirtaldir aðilar á fundinn:Eyþór Björnsson bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, Sigríður Finsen forseti bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar, Jökull Helgason skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðarbæjar, Björn Steinar Pálmason skrifstofustjóri Grundarfjarðarbæjar, Hrafnhildur Jónasdóttir,  Ingi HansJónsson forstöðumaður Sögusafnsins og Ingibjörg Torfhildur Pálsdóttir eigandi Hótel Framness og formaður Ferðamálasamtaka Snæfellsness.

 

Í Stykkishólmsbæ mættu eftirtaldir aðilar á fundinn:SveinnBjörnsson byggingarfulltrúi Stykkishólms, Dagný Þórisdóttir bæjarfulltrúi Stykkishólms, MaríaValdimarsdóttir frá Sæferðum, Sigríður Elíasdóttir, Erna Guðmundsdóttir frá Eflingu félagi atvinnulífsins í Stykkishólmi, Sigrún Þórsteinsdóttir forstjóri leikskólans í Stykkishólmi, Alma Diego með Heimagistingu Ölmu, Trausti Tryggvason, Grétar D. Pálsson frá Rarik, Svanborg Siggeirsdóttir frá Sæferðum, Ástþór Jóhannsson úr hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps,  Menja von Shcumalen, Sigrún Bjarnadóttir og Róbert Arnar Stefánsson frá Náttúrustofu Vesturlands.

 

(Biðst velvirðingar á því að sums staðar vantar starfsheiti. Fundarmenn skráðu þau ekki með nöfnum sínum og fundarritari ekki þegar þeir kynntu sig, svo þau eru skráð eftir minni – innsk. fundarritari.)

 


Fundarefni:

 

Ástand jarðar og umhverfismála almennt sett í samhengi við verkefnið sem fyrir höndum liggur.Kym Norman framkvæmdastjóri og  ráðgjafi fjallaði um þau vandamál sem fyrir liggja í heiminum vegna:

Aukningar á eldsneytisnotkun – sem hefur orðið mest á undanförnum 30-40 árum – og þá staðreynd að yfir 90% orkugjafans kemur frá óendurnýjanlegum auðlindum – þegar þær eru búnar er ekkert eftir

 

Nokkur umræða spannst um þessi málefni en frummælandi setti einnig fram ýmsar staðreyndir úr eigin starfi til að gera umfjöllunina raunverulegri. Einnig benti hann á mikilvægi þess að ferðaþjónusta í framtíðinni hér á Snæfellsnesi yrði einungis rekin undir formerkjum sjálfbærrar þróunar þar sem gerð væri tilraun til að stjórna nýtingu auðlindanna og fjölda þeirra sem til svæðisins koma. Það væri eina ábyrga leiðin og óskaði hann sveitastjórnunum á Snæfellsnesi til hamingju með að hafa hafið það ferli.

 

Kynning á vottunarsamtökunum Green Globe 21.Reg Easyforstjóri vottunarsviðs Green Globe 21 kynnti samtökin, sagði frá bakgrunni þeirra og hvernig þau starfa nú. Það kom meðal annars fram að:

Samtökin byggja stefnu sína á grundvallaratriðum Dagskrár 21 Samtökin voru stofnuð í framhaldi af Ríó-ráðstefnunni sem haldin var í Brasilíu árið 1992, en þar samþykktu 179 þjóðir stefnumótun til að vernda sjálfbæra þróun í heiminum undir heitinu Dagskrá 21. Staðardagskrá 21 er 28. kafli þeirrar samþykktar Samtökin starfa í tengslum við mörg samtök innan ferðaþjónustunnar um allan heim m.a. Alþjóðaferðamálaráðið og World Travel and Tourism Council, sem eru alþjóðasamtök fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar Vottunarstaðall samtakanna var unninn árið 1996 Fyrirtækið er með tvenns konar vottunarstaðla, annan fyrir fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar, hinn fyrir bæjarfélög og stærri áfangastaði eða svæði Nú eru þrjú fyrirtæki á Íslandi vottuð af Green Globe 21, þar af tvö sem starfa á Snæfellsnesi, Gistiheimilið Brekkubær og Guiding Light Tours ferðaskrifstofa á Hellnum. Green Globe 21 hefur vottað eftirfarandi áfangastaði víða um heim:
1. Cumbria, vatnasvæðið í norðurhluta Englands þar sem eru fimm bæjarfélög, þjóðgarður, strandlengja og hafnir. Talið geta orðið góð fyrirmynd og hugsanlega stuðningsaðili fyrir Snæfellsnes
2. Vilamoura, sem samanstendur af 5 golfvöllum, kaupstað, skemmtibátahöfn og víðerni sem tengir svæðin saman
3. Cape Met, eða miðborgarsvæði Höfðaborgar í Suður-Afríku
4. Ko Somui, sem er smáeyja utan við ströndina á Thailandi
5. DouglasShire, sem er skíri eða sýsla í Ástralíu
6. Huatalco, sem er ferðamannasvæði í Mexíkó
7. Kaikoura, sem er vínræktarsvæði og vínframleiðandi á Nýja-Sjálandi
8. Jersey, sem er eyja í Ermasundi, tilheyrir Bretlandi en er nær strönd Frakklands
9. Snæfellsnes, lengsta nes Íslands með fimm bæjarfélögum, þjóðgarði, strandlengju og fiskibátahöfnum.

 

Kynning á umfangi verkefnisins sem fyrir höndum liggur. Reg Easykynnti jafnframt verkefnið sem fyrir höndum liggur og lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að bæjarfélögin myndi EIGNA sér verkefnið. Ráðgjafar Green Globe 21 væru hér til að leiðbeina bæjarfélögunum með framkvæmd mála, en þau þyrftu sjálf að eigna sér málið og vinna að því til frambúðar. Til undirbúnings þarf að vinna að eftirfarandi:

 

1.  Könnun á umfangi verkefnisins og upplýsingaöflun:

 

Safna þarf upplýsingum um eftirtalda þætti:

Hagnaður svæðisins af ferðaþjónustu. Ekki má gleyma að taka til greina afleiddan hagnað, þ.e. hagnað sem fer til annarra greina vegna athafna ferðaþjónustunnar. Störf innan ferðaþjónustu á svæðinu – hversu mörg ársverk Mat á ferðaþjónustumarkaði svæðisins (nú og til framtíðar) Mat á aldurshópi ferðamanna á svæðinu Afþreying á svæðinu Flutningar – á fólki og vörum Geta svæðisins til að taka á móti ferðamönnum – vegir, samgöngur, gisting, tjaldsvæði Umhverfið (mat Green Globe) Menningin – sögufrægir áfangastaðir

 

Meta þarf:

Flutninga (tegund og getu) Gistimöguleika (tegund og getu) Þéttbýliskjarna og hafnir Afþreyingu ferðamanna:
1. Náttúran (Jökullinn, fjöllin, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull o.s.frv.)
2. Hvalaskoðun
3. Hestaleigur – reiðferðir
4. Sportveiðar – ár – vötn – sjóstangaveiði
5. Bátsferðir – til skoðunar – kajakar o.fl.
6. Söfn
7. Allt annað.....

 

Skoða þarf grunngerð ferðaþjónustunnar út frá:

Sorpförgun – hvernig fer hún fram, hvar er urðunarstaður, hversu lengi endist hann, hvað tekur þá við??? Stjórnun á orkunýtingu Frárennslismálin Landnýtingarstefnu Verndun á búsetusvæðum dýra og jurta Flutningar

Aðgengi að svæðinu (vegir, göngustígar, reiðgötur, hjólreiðastígar) Merkingar – hversu góðar, hvar, hvað merkt Lög og reglur – er verið að reka ferðaþjónustuna í samræmi við þær Námskeið og þjálfun og undirbúningur að því að taka á móti auknum fjölda ferðamanna Skipulagog þróun fyrir framtíðina

 

Skoða þarf ferðaþjónustuna út frá eftirfarandi:

Hvernig er hún markaðssett og kynnt Hvernig skiptist markaðssetningin (milli innanlands markaðar og hins erlenda markaðar)

 

Meta þarf Styrkleika Veikleika Ógnir Takmarkanir ferðaþjónustunnar, gera svokallaða SVÓT greiningu

 

Meta jákvæð og neikvæð áhrif af vaxandi ferðaþjónustu

 

Útkoman:

Tilnefna tengilið við svæðið Koma á fót blönduðum STÝRIHÓP (Destination Management Group) sem ber ábyrgð á að móta sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar (vinnur með ráðgjöfum og veitir þær upplýsingar sem leitað er eftir) og því að hrinda hlutum í framkvæmd Úttektarmat sem hægt er að setja inn í lokaskýrslu verkefnisins

 

2.  Frumdrög fyrir ákvörðunarstaðinn

 

Drög að framtíðarsýn

Leita eftir samdóma áliti allra hagsmunaaðila um það hvernig best er að láta ferðaþjónustuna þróast Ákvarða raunhæfa framtíðarsýn fyrir þróun ferðaþjónustunnar Auka skilning hagsmunaaðila innan bæjarfélaganna á tengslunum milli umhverfisins og ferðaþjónustunnar

 

Útkoman:

Sameiginleg yfirlýsing um framtíðarsýn fyrir svæðið

Stutt yfirlýsing sem skilgreinir sameiginlega (hagsmunaaðila) framtíðarsýn um óskastöðu ákvörðunarstaðarins

 

Jafnframt var fjallað um lið 3 og 4 í starfsferlinu, en ákveðið var að láta skýringar á þeim bíða uns lengra líður fram í verkefnið.

 

Á fundinum var skýrt frá því að starfshópurinn hefði sett sér það að markmiði að ljúka verkefninu á næstu 6 mánuðum. Það þýddi að:

 

VOTTUN GÆTI FARIÐ FRAM Á ITB, STÆRSTU FERÐASÝNINGU
Í HEIMI, Í BERLÍN Í MARS ÁRIÐ 2004

 

Gert er ráð fyrir því að þá myndi ferðamálastjóri, ferðamálaráðherra og fulltrúi/-ar fyrir sveitarfélögin af svæðinu vera til á sýningunni, taka við vottuninni og kynna Snæfellsnes.

 

Takist sú kynning vel ætti það að hafa áhrif á markaðssetningu fyrir árið 2005, en eins og flestir vita sem stunda ferðaþjónustu þá tekur söluferlið í það minnsta ár.

 

Skipa þarf stýrihóptil að vinna að mótun á sameiginlegri ferðamálastefnu fyrir öll sveitarfélögin og til að veita ráðgjöfum Green Globe 21 upplýsingar. Gert er ráð fyrir því að stærri sveitararfélögin þrjú tilnefni 3-4 aðila en þau minni 1-2. Allar tillögur sem koma frá stýrihópnum verða svo lagðar fram til samþykktar hjá viðkomandi sveitastjórnum. Tilnefna þarf aðila í stýrihópinn eigi síðar en 15. október 2003.

 

Ýmsar hugmyndir sem fram komu á fundunum:

 

  1. Nauðsyn þess að láta fjölmiðla fylgjast með framgangi mála. Talað var um að nýta bæjarblöðin til að koma upplýsingum á framfæri, en þeim er þó ekki dreift til íbúa Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps.
  2. Setja upp merki á minni áfangastöðum sem á stæði:

Taktu ekkert nema myndir Eyddu engu nema tíma Skildu ekkert eftir nema spor þín

Elías Gíslason tók vel í þessa hugmynd og sagði að hugsanlega gæti      Ferðamálaráð unnið að framkvæmd hennar, ekki bara á Snæfellsnesi heldur víðar um land. Elías mun fylgja því máli eftir.

  1. Nauðsyn þess að merkja stikur meðfram vegum með númerum svo ferðamenn jafnt innlendir sem erlendir geti staðsett sig þegar þeir eru á ferðalagi um svæðið, komi eitthvað fyrir þá.
  2. Merkingar með jöfnu millibili sem segja í hvora átt sé styðst að næsta bæ/borg ef eitthvað kemur fyrir ökutæki.
  3. Nauðsyn þess að veita ferðamönnum hagnýtar upplýsingar eins og uppl. um neyðarnúmerið 112, ýmsar upplýsingar um menningu o.fl. á svæðinu o.fl.
  4. Bæta merkingar við vegi og áfangastaði.
  5. Endurvekja slagorðið: HREINT LAND – FAGURT LAND
  6. Leita með þetta samstarfsverkefni til Pokasjóðs eða annars styrktaraðila og kanna hvort þeir vildu styrkja það í nokkur ár í röð. Samstarfsverkefni gefur slíkri umsókn aðra vigt en umsókn einstaklinga eða fyrirtækja. Þá væri hægt að gera úttekt á öllum þeim göngustígum/-leiðum sem þarf að merkja og draga svo um hvaða verkefni er byrjað á – og svo vinna eftir úttekt skref fyrir skref.
  7. Leita eftir styrkjum frá öðrum stórum aðilum til að fjármagna merkingar o.fl.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á þessum kynningarfundum

 

Fundarritari:  Guðrún G. Bergmann