- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sir William Stephenson (dulnefni: Intrepid, eða ótrauður) var að sögn Ians Flemings sjálfs, höfundar bókanna um James Bond, fyrirmyndin að sögupersónunni víðfrægu, spæjaranum 007.
Foreldrar Williams fluttu til Kanada, en voru Snæfellingar, eins og Ingi Hans Jónsson sögugrúskari og forstöðumaður Eyrbyggju - Sögumiðstöðvar í Grundarfirði hefur sýnt fram á í fyrirlestrum sem voru á dagskrá Rökkurdaga, menningarhátíðar Grundfirðinga.
William var fæddur í Kanada og átti ævintýralegt líf, hann var stríðshetja og auðjöfur, einn af aðalskipuleggjendum leyniþjónustunnar CIA og skrifaði ásamt Ian Fleming stofnskrá CIA. Hann var sæmdur aðalstign 1945 af Georgi 6. í kjölfar innrásarinnar í Normandí. Churchill skrifaði í ábendingartilnefningu vegna orðuveitingarinnar „This one is dear to my heart“, en William Stephenson var náinn samstarfsmaður Churchills.
Ári síðar var hann sæmdur friðarorðu forseta Bandaríkjanna, fyrstur útlendinga.
Maðurinn er ótrúlega fyrirferðarlítill í sögunni m.v. umsvif hans og ævintýralegt líf. Ingi Hans hefur grúskað mikið og komist að skemmtilegum og aldeilis óvæntum niðurstöðum, en hann byggir ennfremur á rannsóknum sem Vigfús Geirdal sagnfræðingur hefur unnið.