- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Ákveðið hefur verið að slökkva á ljósastaurum nú yfir bjartasta tíma ársins. Þegar hefur verið óskað eftir við Rarik að slökkva á staurunum og er þess vænst að það verði gert allra næstu daga. Slökkt verður til 26. júlí.
Tilraun var gerð með þetta í fyrra og tókst hún vel. Á þessum árstíma loga ljós á ljósastaurum á næturna þegar þungbúið er. Með þessari aðgerð næst nokkur orkusparnaður. Tímabilið sem slökkt verður á ljósastaurum er nú lengt um tvær vikur í maí en stytt um tæpa viku í júlí.
Við vonum að bæjarbúar taki þessu jafn vel og í fyrra.