- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Vakin er athygli á slæmri veðurspá fyrir næsta sólarhring. Líkur eru á að vindstyrkur geti orðið í versta tilfelli svipaður og var um síðustu helgi. Jafnframt er spáð frekar umhleypingasömu veðri næstu daga.
Spáð er sunnanáttum í dag og kvöld sem verða með 10 - 25 metra vindi á sekúndu. Reiknað er með að í hviðum geti vindur farið í 40 - 50 m/s. Í fyrramálið er svo spáð vestlægri átt 18 - 23 m/s og kólnandi. Þá geta vindhviður orðið mjög vondar einnig. Siðdegis og um kvöldið er reiknað með að vindáttin verði norðlægari.