Skrifstofuhúsnæði til leigu

Í samvinnurými að Grundargötu 30 er skrifstofuherbergi laust til umsóknar frá næstu áramótum, eða fyrr skv. samkomulagi.

Um er að ræða 20,4 ferm. herbergi með aðgangi að sameiginlegu rými; salerni, eldhúsaðstöðu, fundarherbergi og prentara. Sameiginlegt rými er ræst einu sinni í viku.

Leiga á mánuði er 3.772 kr. pr. ferm. miðað við vísitölu neysluverðs í desember 2024, sem er 76.959 kr. mánaðarleiga, auk 5.000 kr. hússjóðsgjalds.

Sótt er um gegnum umsóknarform hér fyrir neðan.

Sækja um