- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Fyrstu dagarnir í skólastarfi Fjölbrautaskóla Snæfellinga hafa gengið mjög vel. Að sögn Guðbjargar Aðalbergsdóttur, skólameistara, lýsa bæði nemendur og kennarar ánægju sinni með skipulagið og kennslufyrirkomulagið í skólanum og nemendur fara vel af stað í verkefnavinnunni.
Nemendur hafa þurft að læra að nota ýmis tölvuforrit og kerfi en það virðist ekki vefjast fyrir þeim. Áberandi er að nemendur kunna vel að meta öflugt tölvukerfi skólans og hafa tekið vel þeim ábendingum að fara eftir reglum skólans í netnotkuninni. Guðbjörg segir ánægjulegt hve margir nemendur nýta opnu tímana vel í verkefnavinnuna og geta þannig lokið vinnunni að mestu leyti áður en þeir fara heim á daginn.
Hér að neðan má sjá myndir frá göngum skólans í morgun.