- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Björgvin Sigurbjörnsson aðstoðarskólastjóri og Sigurður Gísli Guðjónsson tóku við blómvöndum úr hendi bæjarstjóra við skólasetninguna |
Nýir skólastjórnendur Grunnskóla Grundarfjarðar settu nýtt skólaár í dag að viðstöddum fjölda nemenda, kennara og foreldra. Sigurður Gísli Guðjónsson situr nú sinn fyrsta vetur sem skólastjóri grunnskólans og lagði línurnar fyrir veturinn við setningu skólans í dag. Það var síðan nýr aðstoðarskólastjóri, Björgvin Sigurbjörnsson sem setti skólann formlega.
Í tilefni af því að nýir stjórnendur eru teknir við Grunnskóla Grundarfjarðar hélt bæjarstjórinn, Þorsteinn Steinsson, stutta tölu þar sem hann bauð þá Sigurð Gísla og Björgvin velkomna til starfa og óskaði þeim, öðru starfsfólki og nemendum velfarnaðar í starfi sínu við skólann í vetur.
Sigurður Gísli skólastjóri lagði línurnar fyrir komandi skólaár |