- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Grunnskóli Grundarfjarðar hefst miðvikudaginn 22. ágúst. Nemendur 2.-10. bekkjar mæta til umsjónarkennara kl. 10.00 en umsjónarkennari 1. bekkjar verður í sambandi við foreldra og boðar þá í viðtal ásamt barni þennan dag. Kennsla hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst.
Heilsdagsskólinn
Heilsdagsskólinn hefst fimmtudaginn 23. ágúst. Skráning í heilsdagsskólann fer fram hjá ritara í síma 4308550 milli kl. 08.00 og 14.00. Gjald fyrir hverja stund er kr. 240 og gjald fyrir síðdegishressingu er kr. 135.
Boðið verður upp á heitar skólamáltíðir frá og með 1. september. Fram að þeim tíma er æskilegt að nemendur sem eru í skólanum eftir hádegi hafi með sér nesti.
Skólastjóri