- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Skógræktarfélag Eyrarsveitar og Grundagfjarðarbær standa fyrir kynningu á skógræktaráformum í hlíðunum fyrir ofan byggðina hér í Grundarfirði. Markmið skógræktar ofan Grundarfjarðar er að byggðinni verði skýlt með fjölbreyttum, sjálfbærum skógi sem skapar aðlaðandi vettvang til útivistar og heilsubótar fyrir íbúa og gesti. Jón Geir Pétursson Skógfræðingur frá Skógræktarfélagi Íslands mun halda áhugaverðan fyrirlestur og vera með skjásýningu. Allir eru velkomnir á kynninguna sem verður Sumardaginn fyrsta í samkomuhúsinu þann 19. apríl kl 20:00.