Fundur í samkomuhúsinu miðvikudagskvöldið 15. mars kl. 20.00.
Kynntar verða skipulagshugmyndir sem Zeppelin arkitektar hafa unnið fyrir skipulagshóp Grundarfjarðarbæjar.
Um er að ræða skipulag miðbæjar, íbúðarsvæði við vestanverða Grundargötu, skipulag íþróttasvæðis, íbúðabyggð í Grafarlandi, tengingar milli svæða og fleira.
Íbúar hvattir til að kynna sér tillögurnar og leggja sitt af mörkum til skipulagsvinnunnar.