Samsett mynd þar sem sýnd er gróf staðsetning vegpresta
Samsett mynd þar sem sýnd er gróf staðsetning vegpresta

Að undanförnu hefur Grundarfjarðarbær unnið að undirbúningi fyrir uppsetningu skilta og merkinga innanbæjar.

Fyrsti áfanginn er tillaga um svokallaða vegpresta og vegvita innanbæjar, einskonar leiðarvísa sem munu leiða fólk áfram í leit sinni að þjónustu, helstu stofnunum og áningarstöðum. Skiltin eru hugsuð þannig að þau nýtist gestum eða nýju fólki í bænum, bæði gangandi og akandi.

Stuðst var við handbók um merkingar í náttúru Íslands, www.godarleidir.is.
Leitað hefurverið tilboða hjá fjölmörgum skiltagerðarfyrirtækjum og liggur fyrir hvar bærinn mun kaupa efni og merkingar skiltanna. Notast verður við lerki í stoðina sem er náttúrulega fúavarið og fær með tímanum silfrað útlit. Stefnt er að því að nota sama lit á skiltin og er í merki Grundarfjarðarbæjar eftir Baltasar Samper og myndi sá litur einnig vera á höttum, skóm og plötum.

Þessa dagana erum við að kynna fyrir þjónustuaðilum tillögur um skilti og bjóða þeim þátttöku með merkingu á þjónustu sem líkleg er að leiðbeina þeim sem eru staddir í bænum og vantar vísun á helstu þjónustu, eins og verslun, veitingar og afþreyingu. Þjónustufyrirtækjum stendur til boða að kaupa á kostnaðarverði eina eða fleiri plötur eða „pílur“ á skilti/skiltum sem leiða fólk um bæinn.

Skiltastefn

Vegprestarnir hafa fengið nokkuð fasta staðsetningu og er uppsetning þeirra fyrsti áfangi þessa verkefnis.  

Skiltastefna    Skiltastefna

Vegvitar eru minni gerð af merkingum og ef áhugi er fyrir að bæta við fleiri vegvitum á tiltekna staði eða hjá einstaka fyrirtækjum þá stendur fyrirtækjum það til boða.

Skiltastefna 

Næsti áfangi er svo endurnýjun á skiltunum sitt hvorum megin við aðkomu í bæinn, gömlu Kiwanis-skiltunum, og er undirbúningur að þeim í gangi.

Auk þess verða skoðuð skilti á fleiri stöðum, til að bæta upplýsingar og „læsileika“ bæjarins.