- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Nemendur í 8. – 10. Bekk í Grunnskóla Grundarfjarðar fóru í þriggja daga skíðaferð í Bláfjöll í febrúar og skemmtu sér konunglega. Hér á eftir er stutt ferðasaga frá skíðaferðalöngunum.
Unglingastig Grunnskóla Grundarfjarðar fór í skíðaferð dagana 15.-17. febrúar síðastliðinn. Það gekk heldur brösulega hjá okkur að komast af stað og þurfti að fresta ferðinni um einn dag vegna veðurs.
Við mættum í Bláfjöll rétt eftir hádegi á fimmtudegi og það var sko geggjað veður alla dagana, smá bylur inn á milli en annars bara sól og blíða.
Krakkarnir voru mjög duglegir að skíða og þeir sem að voru ekki í mikilli æfingu fljótir að ná þessu.
Þau voru frekar þreytt í líkamanum á kvöldin en samt var sko til orka í feluleiki og spjall.
Einn lenti á slysó eftir brettaslys, en annars voru bara nokkrir marblettir hér og þar.
Heilt yfir frábær ferð og þessir krakkar eru mjög skemmtilegir.
Við viljum þakka öllum innilega fyrir hjálpina og stuðningin sem við fengum, Kjörbúðin gaf okkur pylsur og hamborgara, Myllan gaf samlokubrauð, pylsubrauð og hamborgarabrauð. Svo má ekki gleyma hvað foreldrar voru duglegir að baka fyrir okkur alls konar kræsingar.
Einnig viljum við þakka Hjalta og Lísu hjá Snæfellsnes Excursions fyrir að gefa okkur góð tilboð í rútukeyrslu.
Kveðjur,
Helga Sjöfn, Svana Björk og krakkarnir í Eden