Mynd af vefnum fuglavernd.is
Mynd af vefnum fuglavernd.is

 

 

 

 

 

 

 

Í gærmorgun kom skemmtilegur gestur í heimsókn í Grunnskóla Grundarfjarðar.  Maríuerla flaug inn um gluggann í náttúrufræðistofunni og flögraði aðeins um, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Hún heilsaði uppá "félaga" sína, uppstoppaða fugla og fékk sér m.a. sæti hjá uppstoppaðri álft.  Hvað þeim fór á milli er ekki gott að segja! 

Maríuerlunnar biðu hins vegar ekki sömu örlog og álftarinnar - því erlan flögraði sömu leið út aftur, með aðstoð starfsfólks skólans.