- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Skautasvell Grundfirðinga
Í veðurblíðunni og frostinu í vikunni hefur Slökkvilið Grundarfjarðar útbúið heimatilbúið skautasvell. Eins og síðustu ár er það gert með því að sprauta vatni á bílaplanið gegnt grunnskólanum, sem að frýs svo og úr verður skautasvell. Við vonum að það komi nægilega vel út til að hægt sé að taka nokkrar bunur á því.
Við hvetjum unga sem aldna til að skella sér á skauta og prófa svellið í frostinu og vetrarblíðunni.