Skautasvell

 

Grundarfjarðarbær býður börnum og fullorðnum að koma og skauta.  Slökkvilið Grundarfjarðar hefur undanfarna daga sprautað vatni yfir bílastæðið efst á Borgarbraut, gegnt grunnskólanum, og hefur myndast þar skautasvell. Svellið líður aðeins fyrir það að við höfum ekki snjó yfir öllu, en vonandi geta einhverjir nýtt sér það meðan frostið varir. Stefnt er að því að svellið verði klárt til að skauta á því seinni partin í dag, 14. mars og eins lengi og frostir verður. 

Það er tilvalið að nýta fallega veðrið sem er í dag og skella sér á skauta.

Verið öll velkomin - en athugið, að skautafólk er þarna á eigin ábyrgð.