- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Skautasvell Grundfirðinga
Í veðurblíðunni og frostinu í vikunni hefur Slökkvilið Grundarfjarðar útbúið heimatilbúið skautasvell. Þegar aðstæður leyfa fer slökkviliðið og sprautar vatni á bílaplanið gegnt grunnskólanum, sem að frýs svo og úr verður skautasvell. Eins og þekkt er, gera veðurbreytingar það að verkum að svellið er ekki eins varanlegt og við myndum vilja.
Núna um kl 15:00 ætti svellið að vera tilbúið til að skella sér á það og eiga skemmtilega stund. Hvetjum alla til að kíkja á svellið og nýta veðrið.