- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þá höfum við hafið starfsemi handverksfélags hér í Grundarfirði. Fyrsti fundur var haldinn sunnudaginn 5. október. Það var fámennt en góðmennt og var ákveðið að næsti fundur yrði haldinn á miðvikudaginn 15. október kl: 20:00 í salur að borgarbraut 16 efri hæð (þar sem fjarnámið var til húsa.) Við viljum ítreka að engum félagsmanni er skylt að koma verkum sínum í sölu eða á sýningu þannig að ef þig langar að eyða kvöldstund af og til í góðum félagsskap láttu þá endilega sjá þig.
Við stefnum enn á að halda sýningu á rökkurdögum en erum enn sem komið er aðeins með fáa gripi og hvetjum því fólk til að hafa samband til að koma sínu verki á framfæri. Einnig höfum við hug á að hafa húslestur þar sem fólk getur mætt með sitt handverk og unnið undir upplestri, eða bara fengið sér kaffisopa og notið lestursins. Vonandi sjáum við sem flesta því auðvitað eru allir velkomnir. Með bæn um betra veður og bestu kveðjum
E.I.K – Elísabet, Ingibjörg og Karitas