Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur tónleika í Félagsheimilinu á Klifi í Snæfellsbæ í kvöld klukkan 20.00. Miðasala verður við innganginn. Á þessum tónleikum mun hornleikarinn Stefán Jón Bernharðsson leika einleik, en hljómsveitarstjórinn Bernharður Wilkinson er faðir hans.
Fleiri fjölskyldumeðlimir verða á sviðinu þessi kvöld því móðir Stefáns, Ágústa Jónsdóttir er fiðluleikari í hljómsveitinni.
Efnisskráin er eftirfarandi:
Mikhail Glinka: Rusla & Ludmina, forl.
Richard Strauss: Hornkonsert nr. 1
Bela Bartok: Rúmenskir dansar
Alexander Borodin: Polovtsian Dansar
Aram Khachaturian: Mascerade svíta