- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Skessuhorn 19. maí 2010:
Í dag voru menn við veiðar á síld í höfninni í Grundarfirði. Voru þetta þeir Runólfur Guðmundsson og Pétur Erlingsson en þeir voru að vinna að rannsóknarverkefni fyrir Hafrannsóknastofnun sem felst í að athuga sýkingu í síldinni. Mest öll síldin er farin úr firðinum en þó er talvart af síld í höfninni að sögn Runólfs. Hafrannsóknastofnun er meðal annars að athuga hvort sú síld sem eftir er yfirgefi ekki fjörðinn sökum sýkingar.