- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í gær, 22. desember, fengu sigurvegarar í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar árið 2021 afhent viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku sína í keppninni.
Linda María Nielsen og Guðmundur Pálsson fulltrúar menningarnefndar afhentu verðlaunin fyrir efstu þrjú sætin.
Í fyrsta sæti var Þorsteinn Hjaltason með mynd sína af kirkjunni í bleikum litum, í öðru sæti var Olga Sædís Aðalsteinsdóttir með mynd sína af Kirkjufellinu í haustlitunum og í þriðja sæti var Helga María Jóhannesdóttir með mynd af sólsetrinu við ströndina.
Við þökkum þeim og öðrum þátttakendum kærlega fyrir sitt framlag og innsendar myndir í ljósmyndasamkeppnina í ár. Við hlökkum til að fagna nýju ári með nýrri keppni og nýju þema.
Menningarnefnd
Hér fyrir neðan má sjá vinningsmyndirnar ásamt vinningshöfum í réttri röð: