Sigurvegarar í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar árið 2020 fengu afhent viðurkenningarskjöl í dag, fyrsta sunnudag í aðventu.
Eygló Bára Jónsdóttir, formaður menningarnefndar og Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir fulltrúi í nefndinni, afhentu sigurvegurum verðlaun fyrir efstu þrjú sætin.
Í fyrsta sæti var Olga Sædís Aðalsteinsdóttir, í öðru sæti var nafna hennar, Olga Sædís Einarsdóttir og í þriðja sæti var Salbjörg Nóadóttir.
Við þökkum þeim og öðrum kærlega fyrir þátttökuna í ljósmyndasamkeppninni í ár, því alls bárust 91 mynd. Við hlökkum til að takast á við nýtt ár og nýja keppni með ykkur.
Menningarnefnd
Hér fyrir neðan má sjá vinningsmyndirnar ásamt vinningshöfum í réttri röð: