Sturla Böðvarsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis og forseti Alþingis hefur ráðið Sigríði Finsen hagfræðing sem aðstoðarmann sinn. Starfsstöð hennar verður í Grundarfirði. Ráðning aðstoðarmanna þingmanna er samkvæmt reglum um aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka og alþingismanna úr dreifbýliskjördæmum landsins.