- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Kæru Grundfirðingar á öllum aldri!
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar auglýsir hér með eftir tillögum að götuheiti fyrir ónefnda götu (botnlanga) sem liggur neðan (norðan) við Grundargötu (hús nr. 12-28) og sunnan við hús Soffaníasar Cecilssonar ehf. að Borgarbraut 1. Botnlanginn liggur út frá Borgarbraut.
Gatan hefur ekki borið sérstakt heiti, þó tilgreining hennar í sumum kortagrunnum bendi til annars.
Gatan er auðkennd með fjólubláum lit á meðfylgjandi mynd og hér er hlekkur á hana á korti: https://www.map.is/base/@298820,498324,z13,0
Engin hús hafa heimilisfang við þessa götu, þó aðkoma sé frá henni að húsunum við Grundargötu 12-28, neðanvert. Sum þessara húsa hafa einu aðkomu sína frá þessari götu, þó heimilisfangið vísi til Grundargötu. Borið hefur á misskilningi hjá gestum og þeim sem ekki þekkja til og það hefur valdið óþægindum fyrir íbúa. Af þeim sökum lagði skipulags- og umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að gatan fengi sérstakt heiti, til að auka á skýrleika í kortagrunnum, og að um heitið yrði haldin samkeppni.
Heimilisföngum húsanna á Grundargötu 12-28 verður ekki breytt, en þegar búið er að velja heiti á götuna verður sett upp skilti, gatan verður skráð í kortagrunn og þar með verður hægt að vísa fólki betur til vegar.
Frestur til að skila inn tillögum er til og með mánudags 9. desember næstkomandi. Tillögu um heiti götunnar þarf að fylgja rökstuðningur eða skýring á heitinu. Senda má tillögur á netfangið gudmundur@grundarfjordur.is
Skipulags- og umhverfisnefnd mun taka tillögurnar til afgreiðslu á fundi sínum í desember og gera tillögu til bæjarstjórnar.
Viðurkenning verður veitt höfundi þess heitis sem valið verður.